Name:
Location: Japan

Thursday, December 15, 2005

Attundi dagur (eight days a week)

Taer kinversku eru svo duglegar ad elda, eg a ekki ord. Alltaf rosa vinna vid tad. Eg reyni alltaf ad finna mer sem einfaldasta leid. Hakk og spagetti. Tilbuinn mat. Sjoda hrisgrjon og blanda salati ut i. Voda gott en eg var eiginlega sofandi allan daginn. Engin orka i tvi. Letihaugurinn eg. (Hmm... tad slokknadi a hinum glugganum. Vondandi helst tessi opinn medan eg skrifa.) Jaeja, hvad er eg buin ad gera sidan sidast. Eg man ekkert hvad eg skrifadi sidast en eg for a tonleika. I Tokyo. Med islendingum. Eg hef nuna sem sagt farid tvisvar til Tokyo og i baedi skiptin til tess ad hitta Islendinga. Og i baedi skiptin baud Hjordis mer ad gista hja teim Benedikt. Hun baud mer semsagt ad gista hja teim nottina adur en eg fer heim til Islands. Taegilegra ad vera i Tokyo og fara tadan a flugvollinn heldur en ad turfa ad vakna klukkan sex herna i Fujinomiya og rett na flugvelinni. Tau hjon eru frabaer. Mer skildist sidast ad tau vaeru sendiherrahjonin. En nu skilst mer ad tad seu tveir sendiherrar herna. Ekki amalegt.
En ja, aftur ad ferdinni. Eg fekk semsagt skipun fra mommunni um ad fara og hitta islendinga i Tokyo, panta mer bara herbergi a sama hoteli og tau og fa ad turistast med teim. Eg var voda god stulka og hlyddi. Mamma hefur ekki vitad a hvada hoteli tau gistu. Va! Eg hef aldrei sed annad eins. Ja, ju kannski tegar eg var tessa einu nott a Hilton hotelinu i Boston. Aetli tetta hafi ekki verid svipad? Eg gekk inn i andyrid tar sem madur gat speglad sig i golfinu og a moti mer tok stort jolatre. Til vinstri var pinulitil Kringla med dyrum budum en til haegri var lobbyid sjalft. Allt folkid tarna inni var annad hvort i jakkafotum eda gedveikislega finum kapum og pilsum og kjolum sem kostudu greinilea sitt. Og eg i gallabuxum, khakijakka og med uttrodna The Nightmare Before Christmastoskuna um oxlina. Eg gekk hikandi inn og gekk ad bordi sem var merkt Information og sagdist turfa ad tala vid einn gestinn.
A guest of the skating blablabla? svaradi infodaman.
Ha?
Daman benti mer a skilti tar sem stod ad tetta upplysingabord vaeri bara fyrir The ISU Grand Prix of Figure Skating.
O, I sorry, segi eg og fer ad innskraningarbordinu. Tar nalaegt er simi svo eg get hringt upp i herbergi til Eggerts, tengilid minn vid islendingahopinn. Islendingahopur tessi kallast Borealis Ensamble og var bodid hingad til Japans til tess ad vera med 15 syningar. Tau budu mer a eina syningu og eg fekk ad hanga med teim baksvids og sja. Tetta er alveg frabaer hopur, hvert odru skemmtilegra og ofsalega naes. Mer skilst ad tau hafi farid i gegnum svakelgt vesen til tess ad eg maetti vera med teim, rutufyrirtaekid vildi ekki hafa mig af tvi ad ta vaeri eg a teirra abyrgd og eitthvad vesen. Tau toku mig med ser i bod i sendiradinu. Fyrst var eg stressud yfir tvi ad eg aetti ekkert ad vera tarna og mer fannst eg ekki vera nogu fin i tauinu (tau voru oll svo voda fin, semiformal klaednadur). En svo fekk eg lanad pils hja einni og af tvi ad eg hafdi hitt sendiradsfolkid adur ta for mer ad lida betur. Og tetta var bara voda fint. Adur en tad var, ta hofdum vid Eggert kikt i Akihabara, hverfi sem selur raftaeki sem virka i Evropu og meira ad segja odyrt ef madur fer i hlidargoturnar. Tar keypti eg mer jolagjof. Eg er nuna stoltur eigandi iPod nano, svartur og glansandi, otrulega taegilegur og frabaer hljodgaedi. Eg er himinlifandi. Hann var reyndar ekki keyptur i hlidargotu...
Tad tarf ad nefna ipoddann tegar kerfid er sett upp tolvunni og eg kalladi hann i grini QTPod (man einhver eftir QT McWhiskers ur Futurama?) og Martin-san var svo hrifinn af tvi ad tad festist vid hann. Svo gaf hann mer fullt af tonlist, tar a medal einhver log med Bjork. Afram Island.
Ja og svo var eg i profi i dag i kanji. Kannski nae eg 70, eg er ekki viss. Ef eg fell, ta tek eg profid aftur og tad er ta vonandi eins og sidast, nakvaemlega sama profid aftur. Ta veit madur nakvaemlega hvada takn madur tarf ad laera og laerir bara tau. Er ekki ad eyda tima i hin. Og madur laerir helling af tvi.
Vid Martin-san aetlum aftur a Nysjalenska barinn i kvold. Vid lofudum nefnilega ad koma aftur af tvi ad eigandinn gaf okkur drykki sidast (hann var lika buinn ad vera ad drekka stanslaust i tvo daga ef eg man rett).
En aftur ad Tokyo klikkadslega fina hotelinu. Tegar eg tekkadi mig inn kom svona toskuberi i buningi med kringlottann hatt a hofdinu og tok toskuna mina. Svo leit hann i kring um sig og spurdi
Where is your luggage.
No, luggage, sagdi eg, this is it.
...Oh. Hann virtist hissa a tvi.
Svo leiddi hann mig og Eggert sem kom nidur ad taka a moti mer ad lyftunni og hreyfdi handlegginn eins og hann vaeri ad opna dyrnar tegar taer opnudust af sjalfu ser eins og lyftudyr gera. Frekar fyndid. Svo tokum vid lyftuna upp, ekkert svo hatt, bara upp a 19. haed og eg fekk ad sja herbergid mitt. Hotelherbergi eru oll eins svo tad var ekkert ad segja um tad nema hvad inni a badi voru trir storir brusar vid badid, einn med sjampoi, einn med harnaeringu og einn med sturtu og badgeli. Storir, ekkert einnota smadrasl neitt. Svo var andlitssapa vid vaskinn, trir eyrnapinnar, rakvel og raksapa, sapustykki, greida, tvaer mismunandi harteygjur og svo audvitad tannbursti og tannkrem. Og pudar til ad tvo af ser meik. Tad var sem sagt allt sem mann gaeti vantad tarna.
Og mikid var nu gott ad koma inn i almennilega hly husakynni. Alger draumur i dos.
Nu er eg eiginlgea buin med skrifskammtinn i bili. Meira seinna.
Hlakka til ad hitta ykkur oll! Sjaumst fljott!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home