Japan

Name:
Location: Japan

Thursday, December 22, 2005

Kaeru!

Eg er a flugvellinum! Eg er ad koma! Bidid bara adeins lengur!

Thursday, December 15, 2005

Attundi dagur (eight days a week)

Taer kinversku eru svo duglegar ad elda, eg a ekki ord. Alltaf rosa vinna vid tad. Eg reyni alltaf ad finna mer sem einfaldasta leid. Hakk og spagetti. Tilbuinn mat. Sjoda hrisgrjon og blanda salati ut i. Voda gott en eg var eiginlega sofandi allan daginn. Engin orka i tvi. Letihaugurinn eg. (Hmm... tad slokknadi a hinum glugganum. Vondandi helst tessi opinn medan eg skrifa.) Jaeja, hvad er eg buin ad gera sidan sidast. Eg man ekkert hvad eg skrifadi sidast en eg for a tonleika. I Tokyo. Med islendingum. Eg hef nuna sem sagt farid tvisvar til Tokyo og i baedi skiptin til tess ad hitta Islendinga. Og i baedi skiptin baud Hjordis mer ad gista hja teim Benedikt. Hun baud mer semsagt ad gista hja teim nottina adur en eg fer heim til Islands. Taegilegra ad vera i Tokyo og fara tadan a flugvollinn heldur en ad turfa ad vakna klukkan sex herna i Fujinomiya og rett na flugvelinni. Tau hjon eru frabaer. Mer skildist sidast ad tau vaeru sendiherrahjonin. En nu skilst mer ad tad seu tveir sendiherrar herna. Ekki amalegt.
En ja, aftur ad ferdinni. Eg fekk semsagt skipun fra mommunni um ad fara og hitta islendinga i Tokyo, panta mer bara herbergi a sama hoteli og tau og fa ad turistast med teim. Eg var voda god stulka og hlyddi. Mamma hefur ekki vitad a hvada hoteli tau gistu. Va! Eg hef aldrei sed annad eins. Ja, ju kannski tegar eg var tessa einu nott a Hilton hotelinu i Boston. Aetli tetta hafi ekki verid svipad? Eg gekk inn i andyrid tar sem madur gat speglad sig i golfinu og a moti mer tok stort jolatre. Til vinstri var pinulitil Kringla med dyrum budum en til haegri var lobbyid sjalft. Allt folkid tarna inni var annad hvort i jakkafotum eda gedveikislega finum kapum og pilsum og kjolum sem kostudu greinilea sitt. Og eg i gallabuxum, khakijakka og med uttrodna The Nightmare Before Christmastoskuna um oxlina. Eg gekk hikandi inn og gekk ad bordi sem var merkt Information og sagdist turfa ad tala vid einn gestinn.
A guest of the skating blablabla? svaradi infodaman.
Ha?
Daman benti mer a skilti tar sem stod ad tetta upplysingabord vaeri bara fyrir The ISU Grand Prix of Figure Skating.
O, I sorry, segi eg og fer ad innskraningarbordinu. Tar nalaegt er simi svo eg get hringt upp i herbergi til Eggerts, tengilid minn vid islendingahopinn. Islendingahopur tessi kallast Borealis Ensamble og var bodid hingad til Japans til tess ad vera med 15 syningar. Tau budu mer a eina syningu og eg fekk ad hanga med teim baksvids og sja. Tetta er alveg frabaer hopur, hvert odru skemmtilegra og ofsalega naes. Mer skilst ad tau hafi farid i gegnum svakelgt vesen til tess ad eg maetti vera med teim, rutufyrirtaekid vildi ekki hafa mig af tvi ad ta vaeri eg a teirra abyrgd og eitthvad vesen. Tau toku mig med ser i bod i sendiradinu. Fyrst var eg stressud yfir tvi ad eg aetti ekkert ad vera tarna og mer fannst eg ekki vera nogu fin i tauinu (tau voru oll svo voda fin, semiformal klaednadur). En svo fekk eg lanad pils hja einni og af tvi ad eg hafdi hitt sendiradsfolkid adur ta for mer ad lida betur. Og tetta var bara voda fint. Adur en tad var, ta hofdum vid Eggert kikt i Akihabara, hverfi sem selur raftaeki sem virka i Evropu og meira ad segja odyrt ef madur fer i hlidargoturnar. Tar keypti eg mer jolagjof. Eg er nuna stoltur eigandi iPod nano, svartur og glansandi, otrulega taegilegur og frabaer hljodgaedi. Eg er himinlifandi. Hann var reyndar ekki keyptur i hlidargotu...
Tad tarf ad nefna ipoddann tegar kerfid er sett upp tolvunni og eg kalladi hann i grini QTPod (man einhver eftir QT McWhiskers ur Futurama?) og Martin-san var svo hrifinn af tvi ad tad festist vid hann. Svo gaf hann mer fullt af tonlist, tar a medal einhver log med Bjork. Afram Island.
Ja og svo var eg i profi i dag i kanji. Kannski nae eg 70, eg er ekki viss. Ef eg fell, ta tek eg profid aftur og tad er ta vonandi eins og sidast, nakvaemlega sama profid aftur. Ta veit madur nakvaemlega hvada takn madur tarf ad laera og laerir bara tau. Er ekki ad eyda tima i hin. Og madur laerir helling af tvi.
Vid Martin-san aetlum aftur a Nysjalenska barinn i kvold. Vid lofudum nefnilega ad koma aftur af tvi ad eigandinn gaf okkur drykki sidast (hann var lika buinn ad vera ad drekka stanslaust i tvo daga ef eg man rett).
En aftur ad Tokyo klikkadslega fina hotelinu. Tegar eg tekkadi mig inn kom svona toskuberi i buningi med kringlottann hatt a hofdinu og tok toskuna mina. Svo leit hann i kring um sig og spurdi
Where is your luggage.
No, luggage, sagdi eg, this is it.
...Oh. Hann virtist hissa a tvi.
Svo leiddi hann mig og Eggert sem kom nidur ad taka a moti mer ad lyftunni og hreyfdi handlegginn eins og hann vaeri ad opna dyrnar tegar taer opnudust af sjalfu ser eins og lyftudyr gera. Frekar fyndid. Svo tokum vid lyftuna upp, ekkert svo hatt, bara upp a 19. haed og eg fekk ad sja herbergid mitt. Hotelherbergi eru oll eins svo tad var ekkert ad segja um tad nema hvad inni a badi voru trir storir brusar vid badid, einn med sjampoi, einn med harnaeringu og einn med sturtu og badgeli. Storir, ekkert einnota smadrasl neitt. Svo var andlitssapa vid vaskinn, trir eyrnapinnar, rakvel og raksapa, sapustykki, greida, tvaer mismunandi harteygjur og svo audvitad tannbursti og tannkrem. Og pudar til ad tvo af ser meik. Tad var sem sagt allt sem mann gaeti vantad tarna.
Og mikid var nu gott ad koma inn i almennilega hly husakynni. Alger draumur i dos.
Nu er eg eiginlgea buin med skrifskammtinn i bili. Meira seinna.
Hlakka til ad hitta ykkur oll! Sjaumst fljott!

Sjounda degi (bara sjo dagar eftir)

A sjounda degi hvildi eg mig.

Saturday, December 10, 2005

Sjotti dagur (Eg get ekki bedid eftir ad koma heim i hlyjuna)

Eg held ad eg toli kuldann uti betur en kinversku stelpurnar. En taer og japanarnir tola hinsvegar kuldann inni betur en eg. Tad er alveg hryllilega kalt inni i husunum hja folki. Tegar eg er ordin rik, ta aetla eg ad hafa ofna i husinu minu, tott eg bui i heitu landi.
Eg for i heimsokn til Noriko-san i gaer og fekk ad mata kimomo. Tad er svoddan vesen ad klaeda sig i hann, tad er folk sem serhaefir sig i teirri grein og tad faer titilinn sensei. Kimono sensei. Fyrst fer madur (kona) i undirkjol. Svo var eg klaedd i bleikan undirslopp. Hann var voda saetur. Svo akvadu Noriko-san og senseiinn ad klaeda mig i gulan kimono, skreyttan med alls konar litum, graenum, blaum, gylltum ofl. Eg fekk hins vegar ad velja beltid. Eg fekk ad velja a milli svarts beltis og ljosgyllts/koparlitads beltis. Eg valdi svarta, hitt var eitthvad svo litlaust. Eftir ad hafa bundid upp um mig kimonosloppinn med bordum for senseiinn ad vefja utan um mig beltinu. Beltid er, eg veit ekki, trir metrar kannski a lengd. Og svo var ad binda tad fast, fyrst med hinum og tessum bordum og svo med slaedu og svo voru bordarnir teknir og slaedan falin... Senseinn batt slaufu a beltid. Svo batt hun utan um tad med reipi. Eg fekk ad velja reipid, blatt eda graent. Eg valdi blatt. Hefdi kannski att ad velja graent. Skiptir engu nuna. Tetta var alveg rosalega gaman og Noriko-san tok myndir sem hun aetlar ad lata mig fa a morgun. Eg fekk meira ad segja ad vera i tasokkum og klaedast zori tofflum a myndunum. Tid faid audvitad ad sja taer tegar eg kem heim.
Buningurinn var frekar trongur, mikid hert med ollum tessum bordum og bondum og tad er ekki annad haegt en ad vera beinn i baki tegar madur er i tessu. En tad ma halla ser upp ad stolbakinu tegar madur situr, slaufan a bakinu tolir tad alveg. Noriko-san og vinkona hennar klaeddu sig lika upp en taer gerdu tad sjalfar, med sma hjalp fra senseiinum. Eg held ad taer hafi verid ad laera ad klaeda sig sjalfar i. (Tessi setning hljomar skemmtilega. Og tad minnir mig a eitt. Eg var ekki buin ad vera herna lengi tegar eg attadi mig a tvi ad ekki nog med ad eg kynni ekki ad tala, heldur kunni eg ekki heldur ad lesa. Eg kann ekki ennta ad lesa. Eg man ekki eftir tvi ad hafa laert ad lesa islenku en tad hefur orugglega ekki verid svona systematiskt. Skritid. Eg er lika buin ad komast ad tvi ad tad er haegt ad kunna ad lesa an tess ad kunna ad skrifa. Eg get tekkt sum taknin og veit hvad tau merkja en eg get ekki skrifad tau ef eg er bedin um tad. Og svo tessi uturdur verdi nu eins langur og haegt er ta for eg naestum ad grata tegar eg for inni bokabud um daginn. Allar tessar baekur! Allar tessar spennandi baekur sem eg gat ekki lesid! Allar tessar tryllingslega odyru baekur sem eg get ekki lesid!! Eg var ad skoda mangateiknimyndasogur med Martin-san og Wenxiu-san. Baekurnar kosta taep 400Yen. Tad eru tvo hundrud kronur! Heima kosta tessar somu baekur 1.500kr! Vael skael)

Eg held ad vid seum buin ad fara yfir allt efnid i skolanum. Eg held ad naestu trja daga verdi bara upprifjun. Svo er prof ur bokinni a fimmtudaginn, prof i kanji a fostudaginn, hlustun a manudaginn og munnlegt prof a tridjudaginn. Og tad var verid ad bjoda mer ad hitta islendinga i Tokyo a tridjudaginn naesta og fa ad skoda mig um med teim. Teir eru a tonleikaferdalagi. Tad er samt eiginlega frekar erfitt tar sem eg tarf ad laera helling. En eg var ad tala vid einn teirra adan og tau eru buin ad rifast vid rutubilstjorann sinn af tvi ad hann vill ekki hafa mig med af tvi ad ta yrdi eg a teirra abyrgd svo islendingarnir hotudu ad taka ta bara lestina med mer istadinn og senda fyrirtaekinu langt bref. Tau eru semsagt buin ad leggja mikid a sig til tess ad eg fai ad vera med teim og tad vaeri ekki fallegt af mer ad segja svo nei takk. En ta tarf eg ad skropa i skolanum og missa af sidasta kennsludeginum. tad verdur orugglega gert eitthvad skemmtilegt ta. Eg kem audvitad aftur fyrir profid a fimmtudaginn samt. Ef eg fer a tridjudaginn, ta hef eg tvo daga i Tokyo og get kikt i Taekniland. Tar a ad vera haegt ad finna tolvu sem ekki bara virkar i Evropu, heldur er hun lika a ensku svo eg tyrfti ekki ad senda tolvuna alla leid til Japans ef hun bilar. Kannski finn eg jolagjafir tar lika..

Sem minnir mig a tad! Ef ykkur langar i eitthvad fra Japan, eitthvad sem erfitt er ad fa heima, sendid mer e-mail! Og segid mer hvad ykkur langar i i jolagjof. Eda bara langar i yfir hofud. Sendi lista yfir allt sem ykkur langar i. Mig langar til daemis i ferdalag en eg aetla ekki ad bidja um tad i jolagjof. Mig langar ad skilja kreditkortabullid. Mig langar i peysu sem eg get notad dags daglega, snjogalla, vetrarulpu, min er ekki nogu hly. Mig langar i hufu. Mig langar i geisladiska. Mig langar i anime, mig langar i hljodbok, mig langar i tolvu, u... mig langar aftur hingad. Mig langar ad vera rik og geta keypt mer til busins. Mig langar til tess ad geislaspilarinn minn lagist. Mig langar til tess ad sjonvarpid mitt lagist. Mig langar i bad. And world peace! (klappi klappi klapp)

Tuesday, December 06, 2005

Fimmti dagur (ekki fimmtudagur)

Eg er ekki buin ad blogga oftar en tetta?
Medan eg man, ta vantar mig msn hja hinu og tessu folki. Folk sem eg hitti bara stundum en aldrei sidan eg kom hingad. Gusti nagranni t.d. Og getur einhver hringt i Helgu og bedid hana um ad senda mer post? Eg virdist ekki geta sent til hennar. Takk fyrir.

Eg for i ferdalag med Yu Yun-san um helgina. Vid forum til baejar sem heitir Kamakura og er trodfullur af, aei, eg man aldrei islenska ordid, enska ordid er temple. Eg tok myndir, bara fyrir ykkur. Tar komst eg lika ad hinu og tessu um kinverja og fekk eiginlega stadfest tad sem mer hefur fundist hingad til. Kinverskar stelpur eru svoddan aumingjar. Taer hafa ekkert tol. eg get gefid ykkur endalaus daemi en her kemur bara tad sem a vid tessa sogu. Eg vakti Yu Yun-san klukkan atta og vid logdum af stad i tveggja tima lestarferd. En med bidtima og timanum sem tok ad hafa sig til, ta vorum vid ekki komnar a afangastad fyrr en um hadegid. Ta gengum vid um med turistakort og saum morg litil en falleg temple og eitt risastort og saum einhverja athofn. Eg held ad tau hafi kannski verid ad gifta sig. Folkid var i litskrudugum buningum og stor hopur af folki stod og horfdi a. Tad voru langt um fleiri turistar en gestir vid tessa athofn.
Um fjogurleytid vorum vid ordnar svolitid treyttar og akvadum ad tekka okkur inn a hotelid og hvila okkur. Herbergid var ekta japanskt herbergi. Tegar madur gengur inn tekur madur af ser inniskona sem madur fekk nidri i anddyri og stigur upp a pallinn og golfid var takid tatamimottum (tagmottur). I herberginu midju var lagt bord og tveir pudar til ad krjupa a. Tar var lika lappalaust snyrtibord, greinilega aetlast til tess ad madur krypi vid tad lika. A bordinu var gestabok. Einhverjir svisslendingar hofdu skrifad tar a fronsku um hvad teir vaeru oanaegdir og hvad allt vaeri skitugt og dyrt og ljott. Vid fengum lika heitt vatn og te og mattum fara i bad a hvada tima solarhringssins sem vid vildum. Nokkud gott, ekki satt? Og sakesjalfsali a nedri haedinni.
Klukkan var rett farin ad ganga sex tegar Yu Yun-san dro fram futoninn sinn. Futon er tunn dyna sem japanir sofa a a golfinu.
Hvad ertu ad gera? spurdi eg forvida.
Sofa, svaradi hun.
En klukkan er bara korter yfir fimm.
Eg er treytt, svaradi hun.
Svo for hun ad sofa.
Og af tvi ad eg hafdi ekkert ad gera for eg ad sofa klukkan sjo eftir ad hafa horft a sjonvarpid og velti tvi fyrir mer hvort eg myndi geta sofnad og hvenaer i oskopunum vid myndum vakna. Viti menn, eg sofnadi fljott og svaf til klukkan sjo morguninn eftir. Yu Yun-san svaf hins vegar i fimmtan klukkutima.
Og svo var tad morgunmatur. Tad var ta sem eg komst ad tvi ad kinverjar hugsa allt allt odruvisi um braud, kex og snakk en vid. Kokur eru braud. Kex og snakk og braud borda teir bara ef teir hafa ekki tima til ad elda. Tannig ad hun keypti ser kexpakka og snakk. Eg fekk mer braud med pylsu og eitthvad sem het banana pie (enska).
Vid satum a torginu og atum i hljodi. Lett rigning nadi varla ad bleyta steinana og tad voru fair a ferli. Eg var rett halfnud med bananabokuna. Eg lyfti henni upp og opnadi munninn til ad taka enn einn bitann tegar eitthvad slo matinn ur hondunum a mer. Fast. Fyrst helt eg ad tad vaeri bolti nema hvad tad var eitthvad mjott a honum sem hafdi slegist i andlitid a mer. Eg leit vid og aetladi ad taka matinn mitt upp af jordinni en hann var ekki tar. Hann var a leidinni upp i himininn i klonum a storum graum fugli. Eg gat ekkert gert nema starad.
Verst ad eg sa ekki hvernig fugl tetta var. Aetli tetta hafi verid ugla? Tad eru uglustyttur ut um allt herna.

I fyrradag for eg svo i karate. Bara ad horfa en eg fae ad vera med i dag. Eg for med Hoi-san en systir hans, sem byr herna lika, aefir karate og aetlar ad lana mer buning. Tetta eru ekki aefingar eins og voru heima, tetta eru bara kennararnir ad aefa sig sjalfir, eftir ad kennslunni lykur. Teir hjalpa hver odrum og leidbeina okkur lika. Nemar vid ACC fa okeypis kennslu. Eg var soldid stollt yfir tvi ad taka eftir tvi ad tetta var ekki shotokan karate, su grein sem eg laerdi tegar eg var i tiunda bekk. Eg hef ekki minnsta grun um i hverju munurinn fellst en eg sa ad tetta var ekki eins og kennarinn stadfesti tad. Hann sagdi mer lika annad merkilegt. Vid vorum ad tala um Island og Japan og vetur og kulda og tess hattar tegar hann segir allt i einu ad i Hokkaido (nyrsta eyja Japans) se folk bara a stuttermabolum a veturna.
Ha?!
Inni. Tad er allt of heitt inni i husunum teirra.
Ja, tannig. A Islandi lika, segi eg og fannst ekkert edlilegra.
Ekki her, svarar hann ta. Her er svo kalt inni, madur situr bara kyrr undir teppi og getur sig hvergi hreyft. Horfir bara a sjonvarpid.
Tad hlaut ad vera! I kina hlytur tetta ad vera svipad. Eda bara tad ad stelpurnar a heimavistinni eru ekki vanar svona kulda. Eg held reyndar ad tad se rettara. Veit ad svo er. Tad er iskallt a heimavistinni. Tad er ad hluta kinversku stelpunum ad kenna af tvi ad tad er svo kalt inni hja teim, en tad er lika japonunum ad kenna af tvi ad tad er enginn eakong a ganginum (eakong = air conditioner).
Ta ma nefna tad ad tad er omurlegt ad vera med eakong til ad hita upp herbergi. Konginn er fyrir ofan gluggann. Hitinn fer upp. Tannig ad tad er heitt beint fyrir neadan konginn en kalt i hinum enda herbergisins. Eg laerdi alltaf vid dyrnar en nu er eg farin ad flytja mig yfir i hitann til ad laera. Tad er lika svolitid erfitt ad stilla hitann tegar madur skilur ekki fjarstyringuna. Mig minnir ad tad seu svona fjortan takkar a henni.

Meira um hitastig. Tad er farid ad frysta a nottunni. Arif-san sagdi mer tad. Fattadi eftir a ad honum hefur orugglega fundist tad storfrettir, hann sagdi mer nefnilega um daginn ad i Indonesiu verdur aldrei kaldara en 25 stig C. Eg gat ekki annad en hlegid og sagdi honum ad a Islandi yrdi aldrei hitara en 25 stig. Eg vard ad endurtaka tad til tess ad hann skildi mig. Tannig ad hann hefur liklega aldrei sed is eda snjo.

Thursday, December 01, 2005

Fjordi dagur (Arg! Bara 22 dagar eftir!)

Eg hlyt ad vera ordin fastagestur a internetkaffinu, eigandinn gaf mer mandarinu.
Mandarina a japonsku er orenji (lika kollud mikan en hver nennir ad leggja svoleidis flokin ord a minnid). I New York eru mandarinur lika kalladar orange. Allavega gerdi Bandarikjamadurinn sem vid hittum a hrekkjavoku tad. Hann og japanska konan hans spurdu okkur Martin-san hvort tad vaeru til orenji/oranges a Islandi og i Svidtjod. Vid svorudum tvi baedi til ad svo vaeri nema hvad appelsinur vaeru miklu staerri og ad tetta vaeru bara mandarinur. Tau voru baedi jafn hissa. Nokkrum dogum sidar sa eg i hjalparbokinni minni ad japanska ordid orenji var tytt sem mandarin orange. Tad vissi eg ekki, ad mandarinur vaeru appelsinur.

Tad er komin ny stelpa i bekkinn. Tid faid bara einn sjens a ad giska hvadan hun er. Hun getur samt ekki talad vid hina krakkana af tvi ad hun er fra allt odrum hluta Kina. Hun situr beint fyrir aftan mig, tar sem Tanzeera-san sat. Tad hefur nefnilega ordid breyting a saetaskipan i stofunni. Tad var alltaf tannig (og her kemur saga, full af nofnum) ad fra kennarabordinu sed, satu strakurinn med gleraugun (man ekki hvad hann heitir) og Chin-san fremst haegra megin, fyrir aftan Chin-san var O Bunshun-san (Wang Wenxiu-san) og fyrir aftan hana O Bunhin-san (tau eru ekki skyld). Vinstra megin voru Yu E-san vid vegginn og Hoi-san vid hlidina a henni, fyrir aftan Hoi-san var Setsu Keisei-san og tar fyrir aftan satu Chin-san og Baku-san (Chin-san og Chin-san eru ekki sama manneskjan og tau eru ekki heldur skyld). I midjunni voru engir kinverjar. Kim-san og Arif-san fremst, svo eg og Martin-san og fyrir aftan mig settist Tanzeera-san tegar hun kom i bekkinn. Takid eftir tvi ad Hoi-san er eina manneskjan sem er ekki fra Kina sem sat ekki i midjunni.
En svo vard breyting a. Hoi-san og Yu E-san (og Baku-san og Chin-san) foru ad strida hvort odru og selpurnar kalla Hoi-san aldrei annad en Ahou-san (bjani, faviti) og hann kallar Baku-san alltaf Baka-san (asni, halfviti). Svo for Kim-san ad lemja Arif-san. Fyrst var tetta bara brandari (Kim-san meiddi Arif-san aldrei neitt) en svo helt tetta bara afram og haetti eiginlega ad vera fyndid, tott allir hlaeji ennta ad tessu. Svo gerdist tad ad Hoi-san dro bordid sitt fra Yu E-san og sat vid hlidiana a Arif-san. Hann tok tatt i grininu og bardi Arif-san med Kim-san og Wtanabe-sensei tok lika tatt. (sensei er kennari). Ta flutti Yu E-sig og settist vid hlidina a Sets-san og Tanzeera-san settist i gamla saetid hans Hois-sans einhverntimann tegar Arif-san var ekki vid. Ta kom nyja stelpan og settist i saetid hennar Tanzeeru-san og tegar Arif-san maetti a svaedid settist hann aftast, fyrir aftan Chin-san og Baku-san en Hoi-san situr nu hja Kim-san. Stundum eru trju bord fremst i stadin fyrir tvo og ta hefur hann eitt a milli sin og Kim-san.
Samt eru allir vinir.
Kim-san er 22 ara.
Arif-san og Hoi-san eru 27 ara.
Stelpurnar eru 19 ara.
Watanabe-sensee er "29" ara fimm barna modir. Elsti sonur hennar er 18. Hann heitir Islenst ja Takk. (Taku-san).